Nýjast á Local Suðurnes

Einkafyrirtæki vill leysa vanda heimilislausra með gámahverfi

Húsnæði fyrirtækisins við Víkurbraut - Mynd: Skjáskot Já.is

Einkahlutafélagið Víkurröst hefur lagt fram erindi til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjaensbæjar með ósk um heimild til að setja niður íbúðaeiningar úr háþekjugámum á lóð félagsins við Víkurbraut 6.

Tilgangur félagsins samkvæmt erindinu er að leysa húsnæðisvanda heimilislausra í Reykjanesbæ. Ráðið frestaði erindi fyrirtækisins til næsta fundar og mun í millitíðinni óska eftir umsögn Velferðarsviðs Reykjanesbæjar.