Nýjast á Local Suðurnes

Blái herinn og UMFG hreinsa svæðið við Brimketil – Sjálfboðaliðar velkomnir í hópinn!

Sjálfboðaliðar Bláa hersins munu hreinsa svæðið í kringum Brimketil, á morgun, 27. maí. Sjálfboðaliðar frá UMFG munu aðstoða við hreinsunina en þeir sem vilja leggja hönd á plóg eru hvattir til að mæta á svæðið og taka til hendinni með hópnum. Tiltektin hefst kl. 10:00. Svæðið við Brimketil hefur tekið miklum breytingum undanfarin misseri, en unnið hefur verið að gerð útsýnispalla og göngustíga við svæðið.

Heimsókn Bláa hersins markar upphaf árlegra Umhverfisdaga hjá Grindavíkurbæ þar sem tekið verður til og bærinn snyrtur til fyrir sumarið.