Nýjast á Local Suðurnes

Hættustig í gildi á Keflavíkurflugvelli

Hættustig er í gildi á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar frá Icelandair sem er að koma inn til lendingar á næstu mínútum. 

Samkvæmt vef Vísis virðist vera um að ræða vél sem var á leið til Heathrow flugvallar í London. Vélin lagði af stað klukkan 16:38 og átti að lenda í London klukkan 19:30. Henni var hins vegar snúið við þegar hún var komin um hálfa leið til meginlandsins. 

Töluverður viðbúnaður er á vellinum og hættustig í gildi er haft eftir upplýsingafulltrúa Isavia á vef Vísis.