Nýjast á Local Suðurnes

Wikipedia-kvöld á Bókasafni Reykjanesbæjar – Lærðu á frjálsa alfræðiritið

Hrafn H. Malmquist mun kenna gestum Bókasafns Reykjanesbæjar á frjálsa alfræðiritið Wikipediu, miðvikudaginn 16. mars klukkan 20. Farið verður vel yfir hvernig upplýsingar eru settar inn og vistaðar.

Hrafn hefur verið virkur á íslensku Wikipediu frá árinu 2006 og skrifað um allt mögulegt á þeim tíma. Hrafn er jafnframt formaður Félags Wikimedianotenda á Íslandi og mun hann kynna verkefni Wikimedia-samtakanna fyrir gestum. Þá útskýrir hann hvernig þekkingarsköpun er háttað og hvernig allir geta tekið þátt.

Wikimedia-samtökin hafa staðið fyrir opnum kynningum á Landsbókasafni Íslands og Bókasafni Kópavogs