Nýjast á Local Suðurnes

Vinna að stofnun rafíþróttadeildar

Unnið er að stofnun rafíþróttadeildar innan vébanda íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti áformin á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.

Það eru ungir frumkvöðlar sem vinna málið áfram og fagnar ráðið því að þetta mál sé komið af stað og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að styðja við verkefnið eins og hægt er.