Nýjast á Local Suðurnes

Metþátttaka og frábær árangur í Lífshlaupinu

Aldrei hafa jafnmargir tekið þátt í Lífshlaupinu og í ár. Þátttakendur voru alls 18.198 í 1.680 liðum og voru alls 16.261.466 hreyfimínútur skráðar og 209.413 dagar.

Lífshlaupið hefur fest sig í sessi víða og orðið að innanhússhefð á mörgum vinnustöðum og skólum hjá Reykjanesbæ.

Frábær þátttaka starfsmanna Reykjanesbæjar Lífshlaupinu skilaði þremur af fimm efstu sætunum í flokki vinnustaða með 70-149 starfsmenn, en Akurskóli sigraði þann flokk og Njarðvíkurskóli hafnaði í 2. sæti. Ráðhús Reykjanesbæjar hafnaði í 5. sæti.

Holtaskóli var í 4. sæti í hópi skóla með 300-499 nemendur og í 2. sæti í flokki vinnustaða með 30-69 starfsmenn.