Nýjast á Local Suðurnes

Tvö innbrot í gær – Átta kveikjulásalyklar og loftpressa á meðal þess sem var stolið

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Í öðru tilvikinu var um að ræða innbrot í nýbyggingu í Njarðvík. Þaðan hafði verið stolið loftpressu, hjólsög, höggborvél og fleiri tækjum.

Í hinu tilvikinu var brotist inn á verkstæði í Keflavík og þaðan stolið kveikjuláslyklum af átta bifreiðum, tölvu og tækjabúnaði.

Málin eru til rannsóknar hjá lögreglu.