Nýjast á Local Suðurnes

Nokkrir hafa farið of hratt yfir í vikunni og fáeinir verið vímaðir

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á yfir 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.

Nokkuð var um umferðaróhöpp en engin alvarleg slys á fólki í þeim.