Nýjast á Local Suðurnes

Halda vinnunni þegar pósthúsi verður lokað

Engar uppsagnir eru fyrirhugaðar þegar pósthúsinu í Grindavík verður lokað um miðjan janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Póstsins við fyrirspurn Vísis.is, sem fjallar um málið í dag. 

Tveimur öðrum pósthúsum verður lokað á sama tíma, á Kópaskeri og á Skagaströnd.

„Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum.

Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu.