Nýjast á Local Suðurnes

Töf á síðari umræðu um fjárhagsáætlun – Ekki náðust samningar við alla kröfuhafa

Fresta þurfti síðari umræðu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2017 -2022 á bæjarstjórnarfundi í gær þar sem ekki náðust samningar við alla kröfuhafa vegna fjárhagslegra endurskipulagningar Reykjanesbæjar, eins og vonir stóðu til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Síðari umræða um fjárhagsáætlun fer fram á síðasta bæjarstjórnarfundi ársins 2016, þann 20. desember.