Nýjast á Local Suðurnes

Verð á íbúðarhúsnæði hækkar mest á Suðurnesjum

Innri - Njarðvík

Mesta hækkun á íbúðarhúsnæði mældist á Suðurnesjum, yfir tólf mánaða tímabil, eða 21,7%, samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar á eftir hækkaði verð mest á Vestfjörðum eða um 18,0%.

Þá hefur meðalsölutími styst og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.

Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS