sudurnes.net
Verð á íbúðarhúsnæði hækkar mest á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Mesta hækkun á íbúðarhúsnæði mældist á Suðurnesjum, yfir tólf mánaða tímabil, eða 21,7%, samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar á eftir hækkaði verð mest á Vestfjörðum eða um 18,0%. Þá hefur meðalsölutími styst og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup. Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS Meira frá SuðurnesjumStálu tveggja milljóna króna dekkjalagerAbltak bauð lægst í niðurrif á gömlu flugstöðinniNokkrir aðilar í sóttkví á SuðurnesjumSviptur ökuréttindum eftir glæfraakstur á ReykjanesbrautMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnKeflvíkingar greiða næstmest í fasteignagjöld á landinuSubway á Fitjum orðinn einn sá stærsti á landinu – Mikill fjöldi ferðamanna sækir staðinnRíkið eignast meirihluta í KeiliAldrei verið fleiri keppendur frá UMFG á Unglingalandsmóti UMFÍÁkærður fyrir að hafa stofnað lífi vegfarenda í hættu – Ók á öðru hundraðinu um Hafnargötu