Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum bæjarstjóri selur ráðgjafafyrirtæki

KPMG hefur keypt RR ráðgjöf, sem er sérhæft ráðgjafafyrirtæki í þjónustu við sveitarfélög. Við kaupin mun RR ráðgjöf sameinast KPMG og starfsfólk fyrirtækisins mun koma til starfa á ráðgjafarsviði KPMG. Þetta kemur fram í tilkynningu.

RR ráðgjöf var stofnað af Róberti Ragnarssyni sem hefur reynslu af starfsemi sveitarfélaga og er meðal annars með yfir 10 ára reynslu sem bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum og í Grindavíkurbæ. Starfsfólk RR ráðgjafar hefur byggt upp þekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga, að því er kemur fram í tilkynningu.