sudurnes.net
Fyrrum bæjarstjóri selur ráðgjafafyrirtæki - Local Sudurnes
KPMG hefur keypt RR ráðgjöf, sem er sérhæft ráðgjafafyrirtæki í þjónustu við sveitarfélög. Við kaupin mun RR ráðgjöf sameinast KPMG og starfsfólk fyrirtækisins mun koma til starfa á ráðgjafarsviði KPMG. Þetta kemur fram í tilkynningu. RR ráðgjöf var stofnað af Róberti Ragnarssyni sem hefur reynslu af starfsemi sveitarfélaga og er meðal annars með yfir 10 ára reynslu sem bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum og í Grindavíkurbæ. Starfsfólk RR ráðgjafar hefur byggt upp þekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga, að því er kemur fram í tilkynningu. Meira frá SuðurnesjumSkýrsla KPMG um sameiningu Garðs og Sandgerðis: Fábreytni atvinnulífs einkennir minni sveitarfélögKjörstaðir í Garði og Sandgerði opnir til klukkan 22Þrír Suðurnesjaþingmenn á lista yfir þá sem eyddu mest í ferðalög erlendisHvetja íbúa til þess að taka þátt í könnun um sameiningu sveitarfélagaMistök hjá Keflvíkingum að reka KristjánErfitt að umbuna lögreglu vel unnin störf – Hátt hlutfall yfirmanna á SuðurnesjumÚtlit fyrir stöðugan hallarekstur A-hluta ReykjanesbæjarBætist í hóp smitaðra í AkurskólaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnOpna bókhald bæjarins