Nýjast á Local Suðurnes

Ríkiskaup nýta sér reynslu Reykjanesbæjar við örútboð vegna kaupa á námsgögnum

Sveitarfélagið Garður og nokkur önnur sveitarfélög hafa ákveðið að nýta sér sameiginlegt örútboð Ríkiskaupa á námsgögnum, innan rammasamnings um ritföng og skrifstofuvörur. Örútboðið byggir á reynslu Reykjanesbæjar af slíku útboði, sem þótti heppnast vel, samkvæmt frétt á vef Ríkiskaupa.

Ríkiskaup gera meðal annars ráð fyrir kaupum á allt að 19.500 blýöntum og ríflega 12.000 strokleðrum. Samið verður við lægstbjóðanda og er áætlað er að niðurstaða liggi fyrir eftir 1-2 vikur eða tímanlega áður en skólastarf hefst í haust.