Safnað fyrir fjölskyldu Mareks

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ.
Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum, en hægt er að leggja inn á eftirfarandi:
Kt: 040984-4619
Rnr: 0123-15-129201