Nýjast á Local Suðurnes

Nafn bifhjólamannsins sem lést

Maðurinn sem lést í slysi á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ hét Jóhannes Hilmar Jóhannesson. Hann átti heima í Sóltúni 2 í Garði. Frá þessu er greint á vef mbl.is.

Jóhannes var 34 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Reykjanesbraut var lokuð í um þrjár klukkustundir  í gær vegna slyssins sem átti sér stað um klukkan sjö að morgni.