Nýjast á Local Suðurnes

Áfrýjar biðlaunamáli til Hæstaréttar

Björn Vilhelmsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness, þess efnis að Sveitarfélagið Garður greiði honum biðlaun, eftir að staða deildarstjóra við Grunnskólann í Garði, sem Björn gengdi í 50% starfi, var lögð niður, til Hæstaréttar. Stefna þess efnis var gefin út þann 6. febrúar síðastliðinn.

Forsaga málsins er sú að Björn höfðaði tvíþætt dómsmál gegn sveitarfélaginu, annars vegar vegna ráðningar í stöðu skólastjóra, þar sem Björn var á meðal umsækjenda en var ekki boðaður í viðtal í ráðningarferli um stöðuna vegna pólitískra starfa sinna og hins vegar mál vegna réttar á biðlaunum vegna deildarstjórastöðunnar sem lögð var niður. Birni voru dæmdar bætur í Héraðsdómi vegna fyrrnefnda hluta málsins, en sveitarfélagið sýknað í þeim síðarnefnda.

Í síðarnefnda málinu, sem nú hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, sóttist Björn, sem starfar enn sem kennari við skólann, eftir því að fá greidd biðlaun að upphæð kr. 4.961.064, eftir að hafa verið sagt upp 50% starfi deildarstjóra við skólann, vegna hagræðingaraðgerða, en þá kröfu féllst Héraðsdómur ekki á.