Nýjast á Local Suðurnes

Kynna breytingar á húsnæði við Hafnargötu

Eigendur Hafnargötu 19-21 halda opinn kynningarfund í Bíósal Duus Safnahúsa fimmtudaginn 23. febrúar 2017 klukkan 17.oo. Á fundinum verður farið yfir grenndarkynningu vegna bygginga á lóðunum Hafnargata 19, 19a og 21, sem nú er í kynningarferli með athugasemdafresti til 9. mars næstkomandi.

Farið verður myndrænt yfir kynninguna og fyrirspurnum svarað. Á vef Reykjanesbæjar eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.