Nýjast á Local Suðurnes

Stærsti árgangur sem hefur grunnskólanám í sögu bæjarins – Vel gengur að ráða kennara

Tæplega 2500 nemendur hefja nám í grunnskólum Reykjanesbæjar á þessu hausti en af þeim eru 284 nemendur sem hefja nám í 1. bekk. Er það stærsti árgangur sem hefur grunnskólanám í sögu bæjarins.

Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar sagði í spjalli við Suðurnes.net að vel gengi að manna kennarstöður í sveitarfélaginu, öfugt við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur gengið illa að fá kennara og leikskólakennara til starfa.

“Það hefur gengið nokkuð vel að ráða kennara og verða 217 kennarar starfandi við grunnskóla bæjarins í vetur. Af þeim eru 174 með kennsluréttindi. Leiðbeinendur eru 43 og af þeim eru 27 með háskólagráðu og margir að ljúka námi til kennsluréttinda.” Sagði Helgi.