Nýjast á Local Suðurnes

Leggja niður störf í Helguvík – Kísilver skuldar verktökum milljarð

Verktakafyrirtækið ÍAV lagði niður störf við byggingu kísilvers United Silicon í Helguvík á hádegi í gær, vegna vanefnda verkkaupa. Skuldir fyrirtækisins við aðalverktann slaga hátt í milljarð króna að sögn Sigurðar Ragnarssonar forstjóra ÍAV. Tugir starfsmanna ÍAV voru við störf í Helguvík í gær þegar ákveðið var að leggja niður störf, en verkinu er nærri lokið.

Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið, en þar segist Sigurður hafa verið í verktakabransanum í áratugi og aldrei kynnst svona framkomu.

“Við höf­um verið í verk­taka­brans­an­um í ára­tugi og höf­um aldrei kynnst svona fram­komu. Aldrei.“

Sig­urður seg­ir mála­ferli vera í vænd­um. „Það verða mála­ferli. Við erum að pakka sam­an núna og taka sam­an okk­ar haf­ur­task.“

ÍAV hótaði að leggja niður vinnu í byrjun júní síðastliðins af sömu ástæðum og að ofan greinir, en þá náðist samkomulag á milli fyrirtækjanna um að halda framkvæmdum áfram. Þá sagði Magnús Garðarsson framkvæmdastjóri United Silicon að engar deilur væruvið verktaka, málin hafi verið leyst.

“Thað eru engar deilur á milli okkar og neins af verktökum okkar. Já við vorum ósáttir við hrada verksins var ekki nógu góður, enn thað hefur verið leyst með góðu samkomulagi sem var gert í gær og ÍAV mun klára verkið 30. júní. Framleiðsla mun hefjast eftir prófanir á útbúnaði hafa verið kláraðar í lok júlí.” Sagði Magnús í svari við fyrirspurn Suðurnes.net, hann svaraði hinsvegar ekki spurningum um upphæðir, né deilurnar að öðru leiti.