Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurbændur aftur á ferðinni – Myndband!

Ábúendur á Hópi í Grindavík hafa sent frá sér nýtt myndaband, sem birt er á myndbandaveitunni Youtube. Nýjasta afurðin er framleidd af Hópurunum, eins og þær kalla sig, en í myndbandinu leika þær Hópsstöllur á alls oddi á rúntinum, syngjandi nokkra flotta djamm-slagara.

Síðasta myndband sem Hópararnir framleiddu til sló í gegn á veraldarvefnum og hefur verið spilað hátt í fjörutíu þúsund sinnum á Youtube.