Nýjast á Local Suðurnes

Akureyrarlöggur kenndu Suðurnesjalöggum réttu danssporin – Myndband!

Mynd: Facebook / Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lögreglan á Norðurlandi eystra tók starfsfólk Lögreglustjórans á Suðurnesjum í kennslustund í dansi og lagði fram sönnunargögn þess efnis á Fésbókarsíðu sína.

Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst lögregluembætta til að birta dansmyndband á Fésbókinni, en starfsfólk framlínunnar í heilbrigðisgeirarnum hefur verið duglegt við þá iðju undanfarna daga. Í texta við myndband Suðuenesjalögreglu kemur fram að erfitt hafi verið að koma verkinu í framkvæmd, en í texta Norðanmanna kemur fram að þetta hafi verið frekar auðvelt. Fésbókarskrifarar embættanna skiptast svo á léttum hrósum í ummælakerfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Bæði myndböndin má sjá hér fyrir neðan.