Nýjast á Local Suðurnes

Próflaus á ferðinni með hnúajárn og amefetamín – Farþeginn með kannabis og e-töflur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi.

Farþegi sem var með honum í bílnum var með talsvert magn af kannabisefnum og tvær e – töflur í farangri sínum. Hann var einnig færður á lögreglustöð.

Áður höfðu tveir rökumenn verið handteknir vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra ók út af þar sem hann var á leið um Reykjanesbraut og hinn hafði verið sviptur ökuréttindum tvisvar.