Nýjast á Local Suðurnes

Um 300 manns nýta sér matarúthlutun Fjölskylduhjálpar á mánuði

Á milli 270- 300 manns sækja um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni í Reykjanesbæ í hverjum mánuði. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Önnu Valdísar Jónsdóttur, forstöðumanns Fjölskylduhjálpar Íslands á Reykjanesi, á kynningu sem haldin var fyrir Velferðarráð Reykjanesbæjar.

Úthlutun Fjölskylduhjálpar fer fram einu sinni í mánuði á fimmtudögum frá klukkan 15:00 – 17:00 að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ og er úthlutað matvælum og helstu nauðsynjavörum. Þá rekur Fjölskylduhjálpin fatamarkað á sama stað.