sudurnes.net
Mikill kraftur í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar - Local Sudurnes
Mikill kraftur er í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar, á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns og útlit er fyrir að framkvæmdir klárist á undan áætlun, en verkinu á að ljúka þann 30. júní 2026. Verkið snýst í heild sinni um tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns  ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.  Þrátt fyrir að hraði sé tekinn niður á vinnusvæðinu þá er algengt að þær hraðatakmarkanir séu ekki virtar, segir á vef Vegagerðarinnar. Það skapar töluverða hættu á vinnusvæðinu fyrir þá starfsmenn sem þar vinna og auðvitað fyrir alla vegfarendur. Það eru eindregin tilmæli til ökumanna að hægja á sér og virða hraðatakmarkanir, þær eru ekki settar upp að ástæðulausu. Meira frá SuðurnesjumÍAV bauð best í tvöföldun ReykjanesbrautarVöknuðu við mikinn dynk þegar fullur ók á húsNokkuð um að foreldrar noti ekki tilskilinn öryggisbúnað við akstur með börnMunu færa bátakerrur á opnum svæðum á kostnað eigendaDráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á KeflavíkurflugvelliLoka hluta Hringbrautar vegna framkvæmdaHS Orka fékk hæstu einkunn orkufyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginniÍAV leggur sjávarlögn fyrir HS orkuOpið fyrir styrkveitingar úr Samfélagssjóði HS OrkuÍhuga að selja [...]