Nýjast á Local Suðurnes

Tveir titlar í hús hjá Keflavík

Keflvíkingar lönduðu tveimur titlum í hús í gær þegar liðið varð bikar­meist­ari bæði í karla- og kvennaflokki í körfu­bolta.

Karlaliðið hafði sig­ur á Tinda­stóli 92-79 í kaflaskiptum leik, en Tindastóll hafði náð 14 stíga forskoti snemma í þriðja leikhluta, sem Keflvíkingar náðu að vinna upp og landa nokkuð öruggum sigri.

Stia­hæst­ur í liði Kefla­vík­ur var Remy Mart­in með 23 stig. 

Kvennamegin unnu Keflvíkingar bikarinn í 16. skipti en í fyrsta skipti frá ár­inu 2018 er liðið lagði Þór frá Ak­ur­eyri að velli, 89-67.

Keflavíkurstúlkur voru nokkuð sterkari á pappír fyrir leik, en Þórsarar mættu grimmar til leiks sem var í nokkru jafnvægi fyrstu þrjá leikhlutana, en þá sigu Keflvíkingar hægt og bítandi framúr og lönduðu öruggum sigri.

Daniela Wal­len, Elisa Pinz­an og Birna Val­gerður Beno­nýs­dótt­ir skoruðu 15 stig hver fyr­ir Kefla­vík. 

Mynd: Facebook / Kkd. Keflavíkur