Nýjast á Local Suðurnes

Hafnarfjarðarbær krefst áframhaldandi framkvæmda við Reykjanesbraut – Boða til íbúafundar

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar krefst þess að haldið verði áfram með fram­kvæmd­ir við Reykja­nes­braut. Álykt­un þessa efn­is var samþykkt á fundi bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðar í gær­kvöldi og mót­mæl­ir bæj­ar­stjórn­in því „kröft­ug­lega að Reykja­nes­braut virðist hvergi vera að finna í fjár­laga­frum­varpi fjár­málaráðherra fyr­ir árið 2018,“ seg­ir meðal annars í álykt­un­inni.

Á fund­in­um var einnig samþykkt að halda verði íbúa­fund um sam­göngu­mál, með áherslu á Reykja­nes­braut. Til fund­ar­ins verði boðaðir fulltrúar ríkisstjórnarinnar, þar á meðal sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, auk vega­mála­stjóra, þing­menn kjör­dæm­is­ins og fleiri sem með málið hafa að gera.