Nýjast á Local Suðurnes

Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fimm manns voru flutt­ir á slysa­deild eft­ir að tveir bílar skullu saman á Reykja­nes­braut um klukk­an 17 í dag. Meiðsli eru tal­in minni­hátt­ar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu.

Tals­verðar um­ferðartaf­ir eru við Krísu­víkuraf­leggj­ar­ann þar sem slysið varð, en þar er unnið að vega­fram­kvæmd­um. Taf­ir verða á um­ferð eitt­hvað áfram þar sem enn er unnið á vett­vangi meðal ann­ars við hreins­un­ar­störf.