Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut

Fimm manns voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut um klukkan 17 í dag. Meiðsli eru talin minniháttar samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
Talsverðar umferðartafir eru við Krísuvíkurafleggjarann þar sem slysið varð, en þar er unnið að vegaframkvæmdum. Tafir verða á umferð eitthvað áfram þar sem enn er unnið á vettvangi meðal annars við hreinsunarstörf.