Nýjast á Local Suðurnes

Askja Danmerkurmeistari í þriðja sinn

Grindvíkingurinn Askja Þórsdóttir gerði sér litið fyrir og varð Danmerkur meistari í þriðja skipti á nýjum hesti sem heitir Hvatur frá Hvítanesi.

Frá þessu er greint á Grindavik.net, en þar kemur fram að Askja og fjölskylda hennar búi á bóndabæ á norður Jótlandi þar sem hestamennska er stunduð af kappi alla daga. Þá kemur einnig fram á miðlinum, sem birtir fjölda mynda frá daglegu lífi fjölskyldunnar, að þetta sé hennar síðasta ár í barnaflokki og er Askja sé himinlifandi með að ljúka þessum kafla með sigri.