Nýjast á Local Suðurnes

Mistök í mælingum við verksmiðju United Silicon

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Í bréfi sem Orku­rann­sóknir ehf, sem annast loftgæðamælingar við verksmiðju United Sililcon í Helguvík, hefur sent Umhverfisstofnun, kem­ur fram að mistök hafi átt sér stað við mælingar við verksmiðjuna. Í bréfinu kemur fram að nú sé verið að kanna hvernig þessi mis­tök hafi átt sér stað en vitað sé að kerf­is­skekkja geti orðið við mæl­ing­ar þannig að 3-4 föld hækk­un verði á öll­um mæl­ing­um. Rétt er að taka fram að mælingar við verksmiiðjuna sýndu allt að 20 falda hækkun á arseni.

Þá kemur fram að verið sé að rýna í mæl­ing­ar­ferlið í sam­ráði við rann­sókn­ar­stofu ALS í Svíþjóð sem ann­ast efna­grein­ing­ar. Einnig eru Orku­rann­sókn­ir að fara yfir eig­in verk­ferla til að kanna hvort hluta skekkj­unn­ar megi rekja til vinnu­ferla hjá þeim.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem United Silicon hefur sent frá sér og vitnað er í á vef mbl.is í morgun. Bréfið frá Orkurannsóknum til Umhverfisstofnunnar má finna hér fyrir neðan.

Í tilkynningunni segir að að fyrri mæl­ing­ar sem gefn­ar hafa verið út um inni­hald þung­málma og PAH efna í ryk­sýn­um í ná­grenni við verk­smiðjuna sé úr öllu sam­hengi við raun­veru­lega los­un frá fyr­ir­tæk­inu. Ljóst sé að um mis­tök í mæl­ing­um hafi verið að ræða.

Bréf Orkurannsókna til Umhverfisstofnunnar.