Mistök í mælingum við verksmiðju United Silicon

Í bréfi sem Orkurannsóknir ehf, sem annast loftgæðamælingar við verksmiðju United Sililcon í Helguvík, hefur sent Umhverfisstofnun, kemur fram að mistök hafi átt sér stað við mælingar við verksmiðjuna. Í bréfinu kemur fram að nú sé verið að kanna hvernig þessi mistök hafi átt sér stað en vitað sé að kerfisskekkja geti orðið við mælingar þannig að 3-4 föld hækkun verði á öllum mælingum. Rétt er að taka fram að mælingar við verksmiiðjuna sýndu allt að 20 falda hækkun á arseni.
Þá kemur fram að verið sé að rýna í mælingarferlið í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð sem annast efnagreiningar. Einnig eru Orkurannsóknir að fara yfir eigin verkferla til að kanna hvort hluta skekkjunnar megi rekja til vinnuferla hjá þeim.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem United Silicon hefur sent frá sér og vitnað er í á vef mbl.is í morgun. Bréfið frá Orkurannsóknum til Umhverfisstofnunnar má finna hér fyrir neðan.
Í tilkynningunni segir að að fyrri mælingar sem gefnar hafa verið út um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna sé úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Ljóst sé að um mistök í mælingum hafi verið að ræða.
Bréf Orkurannsókna til Umhverfisstofnunnar.