Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurbær heimilar breytingar deiliskipulagi við Reykjanesvirkjun

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 29. mars síðastliðinn að heimila breytingar á deiliskipulagi Reykjanesvirkjunar. HS Orka óskaði eftir leyfi til breytinga á skipulaginu vegna fyrirhugaðrar stækkunar stöðvarhúss, skiljustöðvar og hreinsimannvirkja við virkjunina.

Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar kynnti málið fyrir bæjarstjórnarmönnum og svaraði fyrirspurnum. Fyrirhugaðar stækkanir eru innan núverandi byggingarreits en nýtingarhlutfall hækkar. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna og að hún verði grenndarkynnt fyrir Stolt Seafarm og Haustak.