Nýjast á Local Suðurnes

Hluti Innri-Njarðvíkur verður án rafmagns

Til stendur að fara í viðhaldsvinnu í dreifistöð HS Veitna við Tjarnarbakka Innri Njarðvík, fimmtudaginn. 29. ágúst næstkomandi of því verður óhjákvæmilegt að fasteignir sem standa við Álfatjörn, Blikatjörn, Erlutjörn, Njarðarbraut, Stapabraut, Stekkjargötu, Tjarnarbakka og Tjarnarbraut verði án rafmagns á meðan á vinnu stendur.

Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 05:00 að morgni fimmtudagsins.