Nýjast á Local Suðurnes

Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa gert 150 kíló af gömlu dýnamíti sem fannst í gámi í Njarðvík óvirkt með því að hella yfir það efnablöndu. Til stendur að flytja efnið á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og farga því þar síðar í kvöld.

Þetta kemur fram á Vísi.is. Nokkur hús í tveimur götum í Njarðvík voru rýmd nú síðdegis eftir að sprengiefnið fannst á iðnaðarsvæði í íbúðarhverfi þar. Ekki er ljóst að svo stöddu hversu lengi rýmingin verður í gildi, en áætlað er að flytja efnið með flutningabíl um klukkan 21 í kvöld.