Nýjast á Local Suðurnes

Sex tíma rafmagnsleysi hjá hluta Grindvíkinga

Til stendur að fara í viðhaldsvinnu í dreifistöð HS Veitna í Þórkötlustaðahverfi, Grindavík næstu nótt, þ.e.a.s. aðfaranótt 11.03.20 það er því óhjákvæmilegt að fasteignir sem standa við neðangreindar götur (sjá mynd) verði án rafmagns á meðan vinnu stendur gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 á miðnætti og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 06:00.

Í tilkynningu frá HS Orku er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum.