Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu, sem hófst í gær á kunnuglegu svæði við Fagradalsfjall.

Vísindaráð mun funda núna kl. 11:00. Lögreglustjóri hefur lagt til við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að upplýsingafundur með viðbragðsaðilum á suðvesturhorninu, verði haldinn í kjölfar fundar vísindaráðs.

Íbúar innan áhrifasvæðis skjálftanna eru minntir á að kynna sér vel að viðbrögð við jarðskjálftum og varnir gegn þeim sem finna má á vef Almannavarna.

Mynd: Wikipedia