Nýjast á Local Suðurnes

Þurfa að safna 7 milljónum til að komast í landsliðsverkefni – Halda alvöru carnival!

Níu ungir iðkendur körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sem valdir voru í lokahópa yngri landsliða Íslands munu standa fyrir fjáröflun í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga þann 17. júní næstkomandi. Kostnaður við þátttöku í þessum verkefnum fellur að mestu leiti á iðkendur.

Í auglýsingu á stuðningsmannasíðu Njarðvíkinga kemur fram að kostnaðurinn sé nálægt 800.000 krónum hjá þeim sem ferðast lengst, eða á 6-7 miljónir fyrir hópinn að safna.

Krakkarnir hafa því brugðið á það ráð að halda fjölskyldudag í Gryfjunni þann 17.júní í fjáröflun. Í auglýsingu segir að herlegheitin muni byrja kl: 11:00 með Bingó með glæsilegum verðlaunum. Eftir Bingó verður CARNIVAL stemmning með allskyns þrautum og keppnum.

Grillaðar pylsur-candyfloss-crap-popp og allskyns góðgæti í sjoppunni.

Eins og áður hefur verið sagt er þetta RUGL dýrt og það þarf að safna miklu á stuttum tíma. Því biðlum við til ykkar allra að taka frá þennan tímaramma og mæta i frábæra skemmtun og styrkja þessa flottu krakka í leiðinni WINWIN FYRIR ALLA.

Með mikla von um að sem flestir mæti og hjálpi þessu flotta íþróttafólki að fara keppa fyrir land og þjóð á þjóðhátíðardegi ÍSLANDS, segir í tilkynningunni.