Nýjast á Local Suðurnes

Bókasafnið býður upp á nýja þjónustu – Snattast með bækur um allan bæ

Bókasafn Reykjanesbæjar býður nú upp á nýja þjónustu með það að markmiði að létta fólki lífið á meðan á samgöngubanni stendur. Viðskiptavinir Bókasafnsins geta nú fengið bækur, hljóðbækur, spil eða tímarit keyrð upp að dyrum.

Nánari upplýsingar um hvernig þetta gengur fyrir sig er að finna hér fyrir neðan en gangi pöntunarferlið að óskum eru bækur keyrðar út til viðskiptavina á milli klukkan 14.00 – 15.00, sett í bréfalúgu eða hengd í poka á hurðahúninn.