Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla tekur tillit til langra biðraða við dekkjaverkstæði

Lögregla mun taka tillit til þess að enn eru langar biðraði við dekkjaverkstæði í umdæminu og ekki sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja næstu daga, en hvetur ökumenn til að fara að huga að þessu og bendir á að það margborgi sig að skipta yfir á sumardekkin hið fyrsta því sektin við þessum brotum er gríðarlega há, eða 20.000 krónur á dekk.

Lögreglan greinir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni. Í færslunni, sem sjá má hér fyrir neðan kemur fram að það styttist í að sektum verði beitt.