Nýjast á Local Suðurnes

Starf skólastjóra laust til umsóknar – Frábærir nemar og úrvals starfsfólk

Sveitarfélagið Vogar auglýsir nú laust til umsóknar starf skólastjóra Stóru-Vogaskóla. Skólinn er heildstæður grunnskóli, með rúmlega 170 frábæra nemendur innanborðs. Skólastarfið er í senn metnaðarfullt og faglegt, enda hefur skólinn á að skipa einvalaliði úrvals starfsfólks.

Athyglisvert: Klippiklipp

Menntunar- og hæfniskröfur:
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að ljá stjórnun skólans krafta sína og hæfileika. Auk kennaramenntunar er gerð krafa um framhaldmenntun, svo sem stjórnun menntastofnana eða sambærilegt. Lögð er áhersla á leiðtogafærni, hæfni í mannlegum samskiptum og eiginleikann til að hrífa samstarfsfólk og nemendur með sér til góðra verka, öflugs skólastarfs og framfara.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2018. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.