sudurnes.net
Starf skólastjóra laust til umsóknar - Frábærir nemar og úrvals starfsfólk - Local Sudurnes
Sveitarfélagið Vogar auglýsir nú laust til umsóknar starf skólastjóra Stóru-Vogaskóla. Skólinn er heildstæður grunnskóli, með rúmlega 170 frábæra nemendur innanborðs. Skólastarfið er í senn metnaðarfullt og faglegt, enda hefur skólinn á að skipa einvalaliði úrvals starfsfólks. Athyglisvert: Klippiklipp Menntunar- og hæfniskröfur: Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að ljá stjórnun skólans krafta sína og hæfileika. Auk kennaramenntunar er gerð krafa um framhaldmenntun, svo sem stjórnun menntastofnana eða sambærilegt. Lögð er áhersla á leiðtogafærni, hæfni í mannlegum samskiptum og eiginleikann til að hrífa samstarfsfólk og nemendur með sér til góðra verka, öflugs skólastarfs og framfara. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2018. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér. Meira frá SuðurnesjumStálu 300 þúsund króna úlpum – Höfðu húfað sig upp áðurRúmlega tuttugu teknir fyrir hraðakstur – Erlendir ökumenn greiddu háar sektirHöfnuðu sparnaðartillögum minnihlutaGrindvíkingar í úrslit GeysisbikarsinsVilja Landhelgisgæsluna á Suðurnesin – Tillagan lögð fram í sjötta sinnTekinn á 170 km/h með ungt barn í bílnum – Sviptur á staðnum og tilkynntur til barnaverndarVeita styrki vegna greiðslu fasteignaskatts til félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyniKrabbaverkefni fá styrki úr UppbyggingarsjóðiReykjanesbær og Vogar gefa grænt ljós á leyfi til leitar að málmum á ReykjanesiVogar efla menningarstarfsemi – Grindavík fyrirmyndin