Nýjast á Local Suðurnes

Enn vaxtaverkir í FLE – Stuttur biðtími þrátt fyr­ir gríðarlega farþega­fjölg­un

Upp­lýs­inga­kerfi flug­stöðvar­inn­ar í Kefla­vík datt út í 15 mín­út­ur um kl. 13 í dag, með þeim af­leiðing­um að eng­ar upp­lýs­ing­ar var að finna á upp­lýs­inga­skjám í brott­far­ar- og komu­söl­um, þar á meðal við far­ang­urs­bönd flug­stöðvar­inn­ar.

Að sögn Guðna Sig­urðsson­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, kom upp bil­un við upp­færslu kerf­is­ins en mál­um var kippt í liðinn á fá­ein­um mín­út­um. Borið hef­ur á því und­an­farin misseri að farþegar hafa þurft að bíða nokkuð eft­ir far­angri sín­um, sérstaklega á álagstímum, en nýtt far­ang­ur­s­kerfi var tekið í notk­un í sum­ar.

Guðni segir í samtali við mbl.is að aukinn farþegafjöldi kalli á aðlögun, en bendir á að biðtími á Keflavíkurflugvelli sé mjög stuttur.

„Við fór­um í gegn­um þetta í ör­ygg­is­leit­inni í fyrra,“ seg­ir hann en á þeim tíma voru farn­ar að mynd­ast raðir í leit­inni sem menn gátu ekki sætt sig við.

„Við bætt­um mjög í mann­skap­inn og fór­um yfir alla ferla, bætt­um búnað og núna eru 95% [farþega] að bíða inn­an við fimm mín­út­ur, þrátt fyr­ir gríðarlega farþega­fjölg­un,“ seg­ir Guðni. „Við ger­um okk­ar besta í að fara í gegn­um þetta og reyn­um að gera það eins hratt og mögu­legt er. Það eru all­ir að vinna að því að veita farþegum sem besta þjón­ustu.“