Nýjast á Local Suðurnes

Víkin seld eftir að hafa verið átta ár á söluskrá

Þann 2. febrúar síðastliðinn var skrifað undir sölu á Víkinni – sem áður hýsti starfsemi Verkalýðs- og sjómannafélagsins.  Húsið hefur verið á sölu síðan árið 2008 en þá flutti VSFK í núverandi húsakynni í Krossmóa.

Kristján Gunnarsson formaður VSFK er mjög ánægður með sölu hússins og gleðst yfir því að nú muni aftur færast líf í þetta sögufræga hús, segir á heimasíðu VSFK, en þar kemur einnig fram að nýr eigandi muni opna þar pólska matvöruverslun innan skamms.