Nýjast á Local Suðurnes

Lítilsháttar umferðartafir vegna framkvæmda í dag

Mynd: Facebook / Loftorka

Stefnt er að því að malbika í Reykjanesbæ, í dag, föstudaginn 28. október, með lítilsháttar umferðarlögum. Eftirfarandi kaflar verða vinnusvæði þennan daginn:

Frekjan – Kaflinn afmarkast af Njarðarbraut, Þjóðbraut og Vallarbraut.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 09:00-14:00.

Grænásbraut – Milli Reykjanesbrautar og Valhallarbrautar
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 11:00-19:00.

Kirkjuvogur í Höfnum
Áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá kl 09:00-16:00

Viðeigandi öryggis- og umferðarmerkingar verða settar upp meðan á framkvæmdum stendur. Búast má við lítils háttar umferðartöfum.

Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem kunna að skapast af framkvæmdunum.

Nánari upplýsingar ásamt lokunarplani má finna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan.