Stórfurðulegur þjófnaður á KEF

Brotist var inn í aðstöðu flugafgreiðsluaðila á Keflavíkurflugvelli og þaðan stolið dráttartæki, sérhönnuðu til vinnu á flugvöllum. Þjófnaðurinn átti sér stað um hábjartan dag.
Rekstrarstjóri fyrirtækisins telur málið hið undarlegasta þar sem erfitt getur verið að koma tækinu í verð.
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins, en þar segir að upp hafi komist um þjófnaðinn við yfirferð á myndefni úr öryggismyndavélum Isavia.