Nýjast á Local Suðurnes

Félagasamtök í Vogum kynna starfsemi sína

Laugardaginn 28. október verður dagur félagasamtaka haldinn í Vogum. Þar munu félagasamtök taka á móti gestum og gangandi í Tjarnarsal milli kl. 13:00 og 15:00.

Fulltrúar félaga kynna starfsemi þeirra og sögu með ýmsum hætti og taka vel á móti nýjum liðsmönnum. Boðið verður uppá veitingar fyrir alla fjölskylduna.