Nýjast á Local Suðurnes

Vottaður skipuleggjandi með fyrirlestur

Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi, verður með fyrirlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudagskvöldið 5. mars næstkomandi kl. 20.00.

Virpi rekur fyrirtækið Á réttri hillu sem sérhæfir sig í því að veita skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Virpi lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki árið 2018 og er fyrsti starfandi skipuleggjandinn hér á landi.

Erindið fer fram á íslensku og allir hjartanlega velkomnir.