Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík í úrslit eftir framlengingu

Keflvíkingar lögðu Snæfell að velli í síðari undanúrslitaleik Maltbikarsins í körfuknattleik í Laugardalshöll, 83-81, eftir framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 75-75.

Snæ­fell­ing­ar voru yfir í hálfleik, 40-41, en erlendur leikmaður Snæfells skorað meira en helming stiga liðsins í fyrri hálfleiknum.

Spennan hélt áfram í þeim síðari og var jafnt á öllum tölum allt til enda venjulegs leiktíma og þurfti að grípa til framlengingar. Keflvíkingar fóru betur af stað í framlengingunni og náðu strax fimm stiga forskoti sem Snæfellingar söxuðu jafnt og þétt á en án þess að komast yfir.

Britt­anny Dink­ins var stigahæst Keflvíkinga með 35 stig.

Keflvíkingar og Njarðvíkingar munu mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn klukkan 16:30.