Nýjast á Local Suðurnes

B-lið Njarðvíkur úr leik í Maltbikarnum

B-lið Njarðvíkur er úr leik í Maltbikarnum í körfuknattleik eftir tap gegn Haukum í 16-liða úrslitum keppninnar í gærkvöldi. Liðið tapaði með 16 stiga mun, 68-84, en sigur úrvalsdeildarliðsins var þó ekki eins öruggur og lokatölurnar gefa til kynna því Njarðvíkingar stóðu lengi vel í Haukum og voru meðal annars yfir í hálfleik, 38-37.

Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í leiknum, en hann skoraði 23 stig, Páll Kristinsson kom næstur með 20 stig og Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 11.