Nýjast á Local Suðurnes

Lemstraðir meðlimir Á móti sól héldu uppi stuðinu á Njarðvíkurblóti

Hljómsveitin Á móti sól hélt uppi stuðinu á Þorrablóti körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í gærkvöldi og nótt þrátt fyrir að hafa lent í árekstri á leið sinni á blótið.

Á Facebook-síðu sveitarinnar kemur fram að meðlimir hennar hafi verið nokkuð lemstraðir á sviðinu í Njarðvík og voru teknir í skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að loknu ballinu. Í stöðuuppfærlsu á Facebook þakka meðlimir sveitarinnar starfsfólki HSS fyrir frábæra þjónustu og Njarðvíkingum fyrir góða skemmtun.